Lag fyrir hinn íslenska klögunarkór

Lag fyrir hinn íslenska klögunarkór

Lag fyrir hinn íslenska klögunarkór

A H- E
hundur gólar niðri morgun hvern, svo einn svo sárt
A H- E
hann er hópdýr, þolir ekki einveru
A H- E
eins er gott við förum öll að kvarta þétt og klárt
A H- E
vegna gallanna í okkar tilveru
D E A
rétt hjá Freud, manni léttir við að klaga burt þá þraut
D E D
sem gallað dýrið þjáist æ svo af
D E A
við erum hrakin afstyrmi sem flúðum lengst á braut
H E
fáum lítið sem að sköpun sunnar gaf!

hér er kalt hér er vott hér er sjaldan svo gott
að mann dreymi um betri heim
hér kom hrun hér kom skrum hérna sér varla vott
af því sem að kallast má fair game
vitum aldrei hvenær jörðin spúir eldi á oss
og askar illsku hálfa jörðina’á
það eitt er víst að þeir sem auðgast auka eigið hnoss
og aumingjar fá alltaf bara smá!

kóralskógar eyðast, Atlantshaf er tunna súr
heilt kíló heimsins véla rössum úr
fellur árlega á fermetra þess hafs sem er vort búr
skeldýr finna á skinni að tilveran er klúr
sandsílið er horfið hér, sjófuglar svelta í hel
og svartir jeppar spúa skít um sker
öskuhaugar hlaðast upp með eiturefna gel
álver, járnblendi’og jarðbor eitur ber!

Þingvallavatns fiskur fullur kvikasilfur með
ólétt kona honum bragða má ei á
sárt er hér að sitja sem það argasta smápeð
borga Icesave bara og verða að segja já
verst að kaldi ísinn blái hverfur hratt nú hér
Grænlandsjökull steypist út á saltan sjá
póllinn undan fæti bjarnar bráðnar nú sem smér
saltlaus iðan norðan lands er voðans spá!

því ef hún blandast Golfstraumi þeir segja mesta vá
stoppi hringrás sunnan hlýjum flóa úr
þá komi ísöld, Ragnarök, hér norður hveli á
þá verði ísi lagt það hafsins búr
og meginlandið sjálft með, til Rómar alla leið
New York, London, allt þar fer á ís
vér sitjum hér á feitum rassi þetta hættuskeið
nei, stöndum upp og gerum eitthvað plís!

hundur gólar niðri morgun hvern, svo einn svo sárt
hann er hópdýr, þolir ekki einveru
eins er gott við förum öll að klaga þétt og klárt
yfir göllunum í okkar tilveru
rétt hjá Freud manni léttir við að klaga burt þá þraut
sem gallað dýrið þjáist æ svo af
við erum hrakin afstyrmi sem flúðum lengst á braut
fáum lítið sem að sköpun sunnar gaf!

stillum okkur
stillum hljóðfærið sem við erum
hljómum saman
því að jörðin er orðin of lítil
fyrir spor mannsins

Bookmark the permalink.