dauður fugl

dauður fugl

dauður fugl

Sorg

Gengur í vakandi draumi
fram með fornum múr
við úfið, kalt innhaf
fjarri vídd úthafanna.

Í þér opnast koldýpið
djúpa-hliðs hryllingur:
Nágengillinn þráir dauða
en fær ekki.
Verður að rjúfa hold
læknirinn
þarf heitt blóð í munnvik
skrímslið
á nótt hinna opnu sára.

Þú líður áfram starandi á vegginn.
Úr hleðslunni vex grátviður og dökknar
verður mýkri
þú snertir og finnur
ei laufgað … heldur hár
silkimjúkt, gljáandi.
Lítur upp og sérð útskorna turna
sótsvarta.
Færð þig ei hrært.

Blámjúkt hárið
brýst úr skorum,
hylur þig nakinn
vökvað tárum.

Í kíttinu
sem heldur öllu saman
er sú lækning sem gefst.

Bookmark the permalink.